Heilnæmt umhverfi í hættu
Endurskoða þarf áform umhverfisráðherra um að leggja niður heilbrigðiseftirlit
Í september 2025 kynnti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samstarfi við Atvinnuvegaráðherra, umdeild áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á Íslandi.
Félag heilbrigðisfulltrúa (FHU) hefur bent á að ef áformin ganga eftir í núverandi mynd þá mun það rjúfa samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og hafa skaðleg áhrif á réttindi landsmanna til heilnæms umhverfis.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur:
• Af hverju á að leggja niður heilbrigðiseftirlit Sveitarfélaga?
• Hvert er markmiðið með að leggja niður heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga?
• Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga
• Flækjustig í skjóli einföldunar
• Hvar værum við án heilbrigðiseftirlits?
• Varnir gegn hættunum séu raunhæfar
• Framtíð heilnæms umhverfis á Íslandi
Áformin voru einnig rædd á málþingi 21. október 2025 um heilnæmt umhverfi í þágu almennings (sjá upptöku á Youtube) en þar var fjallað um sögu og tilgang heilbrigðiseftirlits á Íslandi.

