Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa
Félagasamtök heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa á Íslandi.
Flest okkar taka því sennilega sem sjálfsögðum hlut að búa við heilnæm lífsskilyrði, heilnæmt og ómengað umhverfi og heilnæm og örugg matvæli og veltum ekki mikið fyrir okkur hvað þetta felur í sér mikil lífsgæði. Þessi gildi verður að vernda en verndun er fyrirbyggjandi aðgerð sem þó þarf að leggja heilmikla vinnu í til að geta viðhaldið lífsgæðunum. Heilbrigðisfulltrúar er starfsstétt sérfæðinga í fyrirbyggjandi aðgerðum og vinna að ofangreindum markmiðum á hverjum degi m.a. með því að vakta umhverfið, mengandi starfsemi, með því að hafa eftirlit með matvælafyrirtækjum, skólum, leikvöllum, dvalarheimilum, baðstöðum og svo mætti lengi telja
Um Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa (FHU)
Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa (FHU) var stofnaði árið 1980 og í dag eru félagsmenn 113 manns.
Markmið félagsins er að stuðla að framförum á sviði heilbrigðis- og umhverfismála og koma á samvinnu við aðrar stéttir á því sviði. Auka þekkingu og skilning á viðfangsefnum heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa. Viðhalda og efla menntun félagsmanna og vera vettvangur fyrir áhugamál félagsmanna og auka gagnkvæm kynni þeirra.
Félagið vinnur m.a. að markmiðum sínum með því að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um heilbrigðis- og umhverfismál og láta í ljós álit sitt á heilbrigðis- og umhverfismálum eftir því sem ástæða er talin til. Það annast fræðslu fyrir félagsmenn og almenning, heldur uppi tengslum við samtök heilbrigðis- og umhverfisstétta, hérlendis sem erlendis. Félagið gefur einnig út Fréttabréf FHU.
Rétt til inngöngu í Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hafa þeir sem starfa að heilbrigðis- og umhverfiseftirliti.
Um heilbrigðisnefndir
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru 9 talsins og er skipan þeirra ákveðin í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, en þar segir að ekkert sveitarfélag skuli vera án heilbrigðiseftirlits. Í lögunum er kveðið á um að sveitarfélög á hverju starfssvæði skuli kjósa heilbrigðisnefnd eftir sveitarstjórnarkosningar.
- Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST)
- Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF)
- Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER)
- Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (HVL)
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða (HVF)
- Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra (HNV)
- Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE)
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (HSL)
- Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES)
Hafðu samband
Til að hafa samband við félagið þá vinsamlegast fyllið út upplýsingarnar hér að neðan.