Opið bréf til ráðherra
Oct 21, 2025
Kolbrún Georgsdóttir, heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík, hefur sent Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, opið bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.
Í bréfinu gagnrýnir hún skort á faglegu samráði og varar við að færsla verkefna til ríkisins geti grafið undan lýðheilsu og þjónustu við íbúa. Hún leggur áherslu á mikilvægi staðbundins eftirlits og kallar eftir faglegri úttekt áður en breytingar verða gerðar.
Lesa má bréf Kolbrúnar hér.
