Ný stjórn Félags heilbrigðisfulltrúa tekur við störfum

Á aðalfundi félags heilbrigðisfulltrúa, þann 6. nóvember sl. tók ný stjórn til starfa. Í stjórn sitja Kolbrún Georgsdóttir formaður, Pétur Halldórsson gjaldkeri, Rán Sturlaugsdóttir ritari, Anna Jóhannesdóttir meðstjórnandi og Rúnar Grímsson meðstjórnandi.
Félag heilbrigðisfulltrúa stendur á krossgötum vegna áforma stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna. Ný stjórn félagsins mun vinna að því að styrkja samstöðu innan stéttarinnar og tryggja að rödd heilbrigðisfulltrúa muni heyrast.
Stjórnin leggur áherslu á fagmennsku, gagnsæi og virka þátttöku í mótun framtíðar heilbrigðiseftirlits. Með samstöðu og kjarki hyggst hún verja hagsmuni félagsmanna og stuðla að áframhaldandi öflugu heilbrigðiseftirliti í þágu almennings og umhverfis.
