Málþing um heilbrigðiseftirlit á Íslandi - upptaka
Málþing um heilbrigðiseftirlit á Íslandi var haldið í Norræna húsinu í gær þann 21. október. FHU stóð að málþinginu í samstarfi við Félag íslenskra náttúrufræðinga og Unga umhverfissinna. Málþingið tókst vel til, en þar komu fram fjórir fyrirlesarar með áhugaverð erindi og voru líflegar umræður í kjölfar þeirra.
FHU þakkar öllum þeim sem komu að málþinginu, bæði Félagi íslenskra náttúrufræðinga og Ungum umhverfissinnum fyrir gott samstarf, fyrirlesurum fyrir góð erindi, fundarstjóra og öllum sem mættu á málþingið í Norræna húsinu.
Upptaka af málþinginu má nálgast hér
Hvað er heilnæmt umhverfi og hvernig mótar það daglegt líf okkar? Á þessum stutta viðburði var á einfaldan hátt fjallað um hvað heilnæmt umhverfi er og hvernig stjórnvöld tryggja réttindi almennings til heilnæms umhverfis. Eftir kynningar frá sérfræðingum taka við umræður.
Meðfylgjandi eru tenglar á erindi:
Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa og Ungir umhverfissinnar skipulögðu viðburðinn.
