Málþing um heilnæmt umhverfi í þágu almennings
Oct 17, 2025
Málþing um heilbrigðiseftirlit á Íslandi verður haldið í Norræna húsinu þann 21. október 2025 kl. 16:30–17:30. Viðburðurinn ber yfirskriftina „Heilnæmt umhverfi í þágu almennings“ og er skipulagður af Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa í samstarfi við FÍN.
Á dagskrá eru áhugaverð erindi sem varpa ljósi á sögu, þróun og mikilvægi heilbrigðiseftirlits á Íslandi:
- Stefán Pálsson, sagnfræðingur: „Deig má ekki hnoða með fótunum“ – glefsur úr upphafssögu heilbrigðiseftirlits
- Pétur Halldórsson, heilbrigðisfulltrúi: Hvað er heilnæmt umhverfi?
- Snorri Hallgrímsson, varaforseti Ungra umhverfissinna: Rétturinn til að anda ómenguðu lofti
- Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður í heilbrigðisnefnd Suðurlands: Ríkisvæðing heilbrigðiseftirlits og hvers vegna?
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, stýrir fundinum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið upp á léttar veitingar og spjall til kl. 18:00.
Viðburðinum verður streymt. Nánari upplýsingar má sjá á viðburðasíðu á Facebook.

